19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1898 í B-deild Alþingistíðinda. (1629)

165. mál, frestun á fundum Alþingis

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Má ég vekja athygli þingheims á því, að hæstv. ríkisstj. hefur byggt meiri hluta sinn á Alþingi á stuðningi tveggja þm., hv. þm. Eggerts Haukdals og hv. þm. Alberts Guðmundssonar. Hvorugur þessara þm. fellst nú á að fresta fundum Alþingis, eins og hæstv. forsrh. hefur lagt fram till. um, og er því ekki um það að ræða að þessir hv. þm. styðji hugsanlegar aðgerðir ríkisstj. sem hún kynni að grípa til í jólafríi, miðað við þær yfirlýsingar sem komið hafa fram við umr. um þetta mál áður. Einmitt vegna þeirrar yfirlýsingar neita hv. þm. að veita hæstv. ríkisstj. þá heimild til brbl.-útgáfu sem hún hefur sóst eftir.