19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1898 í B-deild Alþingistíðinda. (1630)

165. mál, frestun á fundum Alþingis

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég þakka forseta fyrir að gefa mér tækifæri til að standa upp í tilefni orða síðasta ræðumanns.

Ég hef ekki leyft hv. síðasta ræðumanni, Sighvati Björgvinssyni, að tala fyrir mína hönd eða lýsa afstöðu minni til ríkisstj. eða gegn ríkisstj. Ég er einfær um að gera það. Ég hef ekki lýst stuðningi við ríkisstj. Ég hef ekki lýst andstöðu við hana heldur. En ef talsmaður Alþfl. í stjórnarandstöðu óskar gæti ég kannske tekið hreina afstöðu, — ekki þá sem ég hef lýst, að taka afstöðu hverju sinni til mála, heldur með eða móti ríkisstj.,— og það mun ég gera ef forustumenn annarra stjórnmálaflokka en ég tilheyri ætla að gerast talsmenn stjórnarandstöðunnar.