20.01.1982
Neðri deild: 32. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1924 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

125. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Hv. 6. landsk. þm. hefur farið fram á að þessari umr. yrði frestað þar til hæstv. forsrh. yrði viðstaddur. Ég bendi á það, sem fram kom í ræðu hv. 3. þm. Vestf., frsm. málsins, að málið er afar einfalt í sniðum og auðskilið og það gengur væntanlega að þessari umr. lokinni til nefndar sem fjallar um málið, og bæði í nefnd og svo við 2. og 3. umr. gefst kostur á að nema hæstv. ráðh. nefi. Ég er því heldur drumbs um að verða við þessari málaleitan.