26.10.1981
Neðri deild: 6. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (176)

18. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

Forseti (Alexander Stefánsson):

Út af þessum umr. um þingsköp vil ég segja það hér, að ég mun að sjálfsögðu koma þessum ábendingum til forsetafundar. Hér hafa um þetta mál, 18. dagskrármálið, 18. mál þingsins, talað átta eða níu hv. þm. og eftir því sem ég hef tekið eftir hefur ræðutíminn verið alllangur, þó hv. þm. hafi ekki farið umfram ákvæði þingskapa að þessu leyti til. Að vísu má segja að ræður hafi verið utan við sjálft afmarkað efni frv., en þetta er þó mál sem er viðamikið, eins og hefur komið fram í ræðum hv. þm., og þeir hafa sjálfir hver á fætur öðrum fagnað því, að umr. um þessi mál fengist tekin upp hér á Alþingi. Ég felli engan úrskurð um þetta hér en mun koma þessum ábendingum á framfæri við rétta aðila. — Málið er tekið af dagskrá.