02.02.1982
Sameinað þing: 46. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2191 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

54. mál, ávana- og fíkniefni

Flm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég þakka undirtektir hv. alþm. Helga Seljans og Guðrúnar Hallgrímsdóttur undir þessa till. Ég vil taka undir það með hv. þm. Helga Seljan, að auðvitað liggja í mörgum tilfellum sömu ástæður að baki lönguninni í það sem við köllum fíkniefni og áfengi, þannig að það er eðlilegt í mjög mörgum tilfellum að athuga þetta í samhengi.

Þessi till. sem hér er nú verið að fjalla um, tekur yfir fíkniefni eingöngu. Að dómi flm. er það talið rétt, ekki síst vegna þess að þar er mjög margt sem er allsendis óþekkt. Hví ekki að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að margvíslegur ófögnuður af því tagi berist hingað til lands til stórskaða fyrir íslenskan almenning?

Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri. Ég þakka yfirlýstan stuðning við tillöguna.