03.02.1982
Sameinað þing: 47. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2221 í B-deild Alþingistíðinda. (1879)

354. mál, efnahagsmál

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Hæstv. forsrh. gerði mikið mál úr því, að innflutningsvörur eins og olía væru skráðar í dollurum. Ég hugsa að öllum sé það fullljóst. En sannleikurinn í málinu er sá, að heildarinnflutningur Íslendinga er að stærstum hluta í Evrópumyntum meðan útflutningurinn er að stærstum hluta í dollurum. Þetta er líka skýringin á þeim búhnykk sem hæstv. forsrh. viðurkenndi. Ég held að það þurfi ekki að hafa fleiri orð um þetta.

En hæstv. forsrh. ráðlagði mér að fetaveg sannleikans. Ég ætla bara að segja það, að ef sú ræða, sem hæstv. forsrh. flutti, á að vera mælikvarði á hvernig vegur sannleikans er fetaður, þá held ég að ég þiggi ekki ráðið.