04.02.1982
Sameinað þing: 48. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2226 í B-deild Alþingistíðinda. (1884)

106. mál, öryggismál sjómanna

Skúli Alexandersson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins koma hér upp og leggja áherslu á það, sem raunverulega liggur bak við þessar spurningar sem hv. þm. Pétur Sigurðsson hefur borið fram í sambandi við sleppibúnað björgunarbáta sem fundinn er upp af Sigmund Jóhannssyni, og leggja áherslu á að gengið verði í að koma á reglugerðarákvæðum og gera fullnaðarsamþykkt um þessi tæki. Einnig hef ég áhuga á að koma hér á framfæri ályktun Fiskiþings, 4. lið þeirrar ályktunar, þar sem nefndur er þessi búnaður. Reyndar er í upphafi þeirrar samþykktar lögð áhersla á að þessi björgunarbúnaður verði samþykktur. Í 4. lið samþykktar Fiskiþings er sagt að strax verði gerð ný og fullkomin kvikmynd um gúmmíbjörgunarbáta og notkun þeirra. Ef slík mynd er í smíðum eða búin og ekki er í henni hinn nýi sjósetningarbúnaður, sem fundinn er upp af Sigmund Jóhannssyni, verði honum bætt í hana. Fyrr telur Fiskiþing slíka kvikmynd ekki fullkomna.

Aðeins þessu langaði mig til að koma hér á framfæri.