27.10.1981
Sameinað þing: 9. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 284 í B-deild Alþingistíðinda. (206)

327. mál, frumvarp til laga um umhverfismál

Fyrirspyrjandi (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Á þskj. 39 hef ég leyft mér að bera fram eftirfarandi fsp. til hæstv. félmrh.:

„Hvað líður störfum nefndar sem félmrh. skipaði í júlí s. l. til að semja frv. til l. um umhverfismál?“ Ástæðan fyrir þessari fsp. minni er sú, að á s. l. vori lagði ég ásamt fimm öðrum þm. Sjálfstfl. í Ed. fram frv. til l. um umhverfismál. Í grg. kom fram að frv. hafði áður verið flutt á vorþingi 1978 af ríkisstj. Geirs Hallgrímssonar. Núv. hæstv. forsrh., sem þá var félmrh., mælti þá fyrir frv. Ekki fékk frv. þá afgreiðslu, enda skammt til þingloka þegar það var lagt fram. Frv. það, sem við lögðum fram á síðasta þingi, hlaut sömu örlög, dagaði uppi í nefnd, enda skammt til þingloka og málið viðamikið.

Þegar ég mælti fyrir frv. gat ég þess, að það yrði endurflutt nú í haust ef það dagaði uppi svo sem raun varð á. Í júlí s. l. las ég fréttatilkynningu í dagblöðum þess efnis, að hæstv. félmrh. hefði skipað nefnd til að semja fyrir ríkisstj. frv. til 1. um umhverfismál og skyldi þetta sama frv. haft til hliðsjónar. Með tilliti til þess, að unnið er að undirbúningi þessa máls, leikur mér nú hugur á að vita hve langt er komið störfum nefndarinnar og hvort vænta megi þess, að frv. til l. um umhverfismál verði lagt fram á þessu þingi af hæstv. ríkisstj.