17.02.1982
Efri deild: 44. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2485 í B-deild Alþingistíðinda. (2121)

202. mál, birting laga

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það er óþarfi af hv. þm. að spyrja um þetta því að þessu er öllu þegar svarað. Samt sem áður skal ég endurtaka svörin.

Hann spyr um tilkynningu um brbl. Ég á að hafa sagt að fjölmiðlar hafi stungið þeim undir stól. Það, sem ég segi, er þetta og kom skýrt fram í máli mínu hér: Allir fjölmiðlar í landinu fengu brbl. þegar þau voru gefin út. Það liggur fyrir. Ef engin þeirra hefur birt neitt um þau má kalla það að stinga þeim undir stól. Hv. þm. veit vel að brbl. eru send öllum fjölmiðlum í landinu.

Varðandi það — það er kannske rétt að fyrirspyrjandi hlusti á svar mitt við því sem hann óskar eftir — hvort fréttatilkynningar hafi ekki jafnan verið gefnar út um brbl., þá er búið að upplýsa bæði um daginn í Sþ. og ég endurtók það hér, að eftir athugun blaðafulltrúa ríkisstj. hefur það ekki verið gert nema stundum. Það er engin venja til um það.