23.02.1982
Sameinað þing: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2593 í B-deild Alþingistíðinda. (2218)

355. mál, réttarstaða fólks í óvígðri sambúð

Fyrirspyrjandi (Stefán Jónsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa nema örstuttan formála að þessari fsp. sem ég beini nú til hæstv. samgrh. Ég hef orðið þess var í viðtölum mínum við forsvarsmenn erlendra sjómannasamtaka sem innlendra, að mönnum þykir fulltrúar Íslands hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni og íslenskir valdhafar, sem með slík málefni fara, vera með fádæmum frjálslyndir að gjalda jákvæði sitt við samþykktum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, en þessir sömu aðilar furðu tregir á að koma þessum samþykktum til framkvæmda hér á landi, og jafna þessum vinnubrögðum af okkar hálfu gagnvart Alþjóðasiglingamálastofnuninni við það sem kalla mætti jálos, en efndatregðu. Af þessum sökum hef ég nú lagt eftirfarandi fsp. fyrir hæstv. samgrh. og er síður en svo að gera tilraunir til að koma neinni sök á hann í þessu máli:

„a) Hverjar eru þær samþykktir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar sem Ísland hefur gerst aðili að? b) Hverjar þessara samþykkta, sem Ísland er aðili að, eru komnar til framkvæmda hér á landi eða á íslenskum skipum?“