24.02.1982
Efri deild: 47. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2620 í B-deild Alþingistíðinda. (2245)

142. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Allshn. þessarar deildar hefur fjallað um frv. það sem hér um ræðir, 142. mál Nd., til breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar. Hefur nefndin orðið sammála um að mæla með samþykkt frv. óbreytts, en það felur í sér að tryggara verði en áður hefur verið að fullkominnar leyndar sé gætt í kosningum. Markmið frv. er sem sé að tryggja það enn frekar en verið hefur. Nefndin mælir einróma með samþykkt frv.

Fjarverandi afgreiðslu málsins voru þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Egill Jónsson.