26.02.1982
Efri deild: 50. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2713 í B-deild Alþingistíðinda. (2339)

214. mál, framhaldsskólar

Salome Þorkelsdóttir:

Herra forseti. Mér fannst rétt að koma hér og fagna því, að hæstv. ráðh. lýsti skilningi sínum á því að gott samstarf ríkti á milli ríkis og sveitarfélaga í þessum efnum eins og öðrum, og að hann hefur ekki hugsað sér að sveitarfélögin verði hlunnfarin þegar farið verður að fjalla um kostnaðarhlið þessara mála. Það vár einmitt meginatriðið sem ég reyndi að leggja áherslu á. Því þykir mér rétt að þakka honum fyrir þá yfirlýsingu, sem hann hefur gefið, og vænti þess jafnframt, að hann reyni að stuðla að því að flýta þessu frv. um kostnaðarhliðina þannig að ríkisstj. afgreiði það mál frá sér svo að það geti komist hér til okkar í þinginu.