03.03.1982
Neðri deild: 48. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2834 í B-deild Alþingistíðinda. (2381)

Umræður utan dagskrár

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Hv. 3. þm. Vestf. hefur hér vakið máls á tilteknu atriði, sem gert er að umtalsefni i Dagblaðinu og Vísi í gær, og virðist mikið niðri fyrir af litlu tilefni. E.t.v. er það byggt á einhverjum misskilningi eins og mér virtist koma fram í hans máli.

Graskögglaverksmiðjur eru fimm í landinu. Þar af eru fjórar í eigu ríkisins en ein í einkaeign. Árið 1972 var ákveðið að koma upp tveimur graskögglaverksmiðjum til viðbótar og hafa þær verið í undirbúningi síðan. Þessar graskögglaverksmiðjur eru verksmiðjan í Vallhólma og verksmiðjan í Saltvík í Suður- þingeyjarsýslu. Það hefur verið að því stefnt og að því unnið nú upp á síðkastið að koma þessum verksmiðjum upp með hlutafélagsformi, með hlutafjáreign ríkisins annars vegar og heimaaðila hins vegar.

Hinn 17. júlí s.l. var haldinn undirbúningsstofnfundur að hlutafélagi um graskögglaversmiðjuna í Vallhólmi. Þar var ákveðið að hlutafé skyldi verða 10. millj. kr og gefin fyrirheit um það af hálfu landbrh. og fjmrh. fyrir hönd ríkisins, með fyrirvara um samþykki Alþingis, að ríkissjóður legði fram 75% af þessu hlutafé, heimaaðilar legðu fram 25%. Það, sem hér er spurt um, eitt atriði í því máli, hvernig eigi að koma þessu fyrirtæki á laggirnar. Hér er um tiltölulega smátt atriði að ræða, en í sumum tilvikum getur verið álitamál hvað eigi að teljast til hlutafjár og hvað ekki af þeim undirbúningi sem þegar hefur verið ráðist í til stofnunar og starfsemi tiltekins fyrirtækis.

Sú yfirlýsing sem hér er vitnað til og gefin er hinn 11. febr. s.l. af okkur hæstv.fjmrh., sem munum væntanlega fara með hlutdeild ríkisins í þessu hlutafélagi þegar það verður stofnað — en gert hefur verið ráð fyrir að stofnfundur verði haldinn áður en þessum mánuði lýkur — felur það í sér, gert er ráð fyrir að ríkissjóður beri kostnað af raflögn og spennistöð við þessa verksmiðju á þess að það komi fram í hlutafjáreign fyrirtækisins. kostnaður af þessar ráðstöfun er talinn samkv. lauslegri áætlun verða 300–400 þús kr. Það er kostnaður við um 700 m raflögn og spenni við verksmiðjuna sem að hámarki verður 500 kw. Vera kann að þessi kostnaður verði minni, ef ekki telst nauðsynlegt að hafa 500 kw. spenni heldur dygði minni spennir, sem ekki hefur endanlega verið tekin ákvörðun um. Hér er um hámark að ræða.

Hv. þm. sagði að ekki væru heimildir fyrir slíkri ráðstöfun, og vitnaði til fjárlagafrv. og fjárlaga. Það er rétt hjá honum,að í fjárlögum er gert ráð fyrir að til þessa fyrirtækis verði tekið 2 millj. kr. lán og því láni verði ráðstafað í hlutafjáreign fyrirtækisins. Hins vegar eru einnig fjárlögum 3 millj. kr. sem fjárveiting, og af þeirri fjárveitingu tel ég — án þess að rækileg athugun hafi verið gerð á því af minni hálfu — að heimilt sé að ráðstafa þeim 300–400 þús kr. sem hér er um að tefla.

Ég vænti þess, að hv. þm. telji þessar upplýsingar fullnægjandi. Til þess a skýra þetta enn frekar get ég lesið úr þeim fjárlagalið sem hér er um að tefla. þar segir að gert sé ráð fyrir til fjárfestinga 5 millj. kr. Það sé í fyrsta lagi tekið lán, 2 millj. kr., og í öðru lagi er fjárveiting 3 millj. kr. Hér er því um fjármuni að ræða á fjárlögum sem unnt er að verja í þessu skyni. Þess er svo enn fremur að geta, að fyrri fjárlagalheimildir til þessa fyrirtækis hafa ekki enn verið að fullu nýttar. Eru enn fyrir hendi fjárlagaheimildir til þessa fyrirtækis á fjárlögum frá árinu 1981 sem eru er að fullu eytt.

Varðandi það, eins og verið er að gefa í skyn, hvort hér sé um eitthvert mál að ræða sem eigi að láta nota sem „dúsu“ til þess að þagga viður í heimamönnum, eins og það er svo smekklega orðað, þá vísa ég því á bug. Það höfðu borist frá tilteknum sveitarstjórnarmanni í Seyluhreppi fyrirspurnir um þetta mál og var eðlilegt að svar þeim á þessum sveitarfundi.