09.03.1982
Sameinað þing: 61. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2894 í B-deild Alþingistíðinda. (2446)

382. mál, norrænt samstarf á sviði menningarmála

Fyrirspyrjandi (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. viðskrh. svör hans við spurningum mínum og sérstaklega fyrir mjög greinargóð svör við fyrri spurningunni og þakka honum fyrir þá fyrirhöfn að halda uppi fyrirspurnum út um allan heim um hvernig þessi mál stæðu. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að önnur svör komi en þau sem þaðan komu, sem voru yfirlýsingar um að þaðan væri engar spár að fá.

Ég þakka honum reyndar einnig fyrir svar við síðari spurningunni, en í svari hans kom það fram, að um áramót hefðu verið fjögurra mánaða birgðir af gasolíu og svartolíu í landinu. Það kom ekki fram hvort þær birgðir hefðu verið bættar upp að einhverju leyti meðan verðið var hátt í janúar. Það getur svo sem vel verið, en ekki er hægt að reikna út frá því.

Ég nefndi í framsögu minni fyrir þessum spurningum hvernig verðið yrði reiknað til neytenda áfram af þeim miklu birgðum sem voru á þessu tímabili. Ég nefndi þar, að það hlyti að hafa verið tekið tillit til þess og að olíufélögin hefðu búið sig undir að eiga olíu til að sinna þeirri þörf að eiga til olíu á dísilvélar ef þyrfti að framleiða raforku, ef sagan endurtæki sig frá fyrra ári. Ég ítreka að sá þáttur birgðanna getur ekki reiknast út í verði til almennings nú þegar olíuverð lækkar. Einnig vil ég benda á að olíunotkun í janúar og nú fyrri hluta árs hefur verið nokkuð óeðlileg. Það er óeðlilegt að loðnufloti landsmanna liggi allur bundinn og í öðru lagi að meginhluta janúarmánaðar var verkfall meginhluta skipaflotans. Ef landsbyggðarfólk. sem býr.við það að kynda húsnæði sitt með olíu, á að borga fyrir þessi skakkaföll þjóðfélagsins, á að halda áfram að borga hátt verð á olíu. finnst mér það nokkuð skrýtið. Ég legg áherslu á að ég tel að slíkt geti alls ekki átt sér stað, verðlagsráð verði að taka tillit til þess við verðlagningu olíunnar, að í þeim birgðum, sem nú eru í landinu þegar olía er að lækka á heimsmarkaðsverði, eru meðtaldar birgðir sem ætlaðar voru til þessara sérstöku nota.