09.03.1982
Sameinað þing: 61. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2895 í B-deild Alþingistíðinda. (2448)

382. mál, norrænt samstarf á sviði menningarmála

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Það má ræða margt um þessi málefni. Ég gerði nokkra grein fyrir því í mínu svari hvaða áhrif olíukreppurnar, bæði 1973 og 1974 og 1978 og 1979, hafa haft á efnahagslíf og framvindu efnahagsmála í heiminum. Varðandi birgðirnar var, eins og ég hef sagt frá áður og menn vita, svo ákveðið í stjórnarsáttmála núv. ríkisstj. að það ætti að stefna að því að auka olíubirgðir í landinu. Það hefur verið gert. Þær hafa aukist jafnt og þétt. Þetta kostar peninga. Það kostar peningafyrirþjóðina og þá auðvitað fyrir neytendur olíuvara að eiga birgðir í landinu. Það þarf að borga fyrir öryggið. Þetta er eitt sem þarf að hafa í huga þegar rædd er þróun verðlags á olíuvörum.

Ég held að enginn ágreiningur sé um það t.d. hér á hv. Alþingi eða yfirleitt í þjóðfélaginu, að það sé skynsamlegt, eins og málum er háttað, að auka olíubirgðir í landinu, það sé skynsamlegt og það sé nauðsynlegt vegna þess að það getur skapast ástand sem veldur því. að það er brýn nauðsyn að hafa nokkurn furða af olíuvörum til ráðstöfunar. Það skilja áreiðanlega skipstjórar, eins og hv. seinasti ræðumaður, manna best, að ekki dugar að búa þannig í þessum málum, að fiskiskipaflotinn verði olíulaus einn góðan veðurdag. Það dugar ekki.

Varðandi verðlagið er það náttúrulega misskilningur hjá hv. þm. að ég hafi nokkuð með verðlag á olíuvörum að gera. Ég hef ekkert með það að gera. Það er allt annað sem ræður því. Það er náttúrlega fyrst og fremst markaðurinn sem ræður verðinu. Íslensk lög koma þarna við sögu, eins og t.d. að líklega renna allt að 55% hækkunar á bensínverði í ríkissjóð.

Ég held að enginn ágreiningur sé um það t.d. hér á hv. Alþing eða yfirleitt í þjóðfélaginu, að að sé skynsamlegt, eins og málum er háttað, að auka olíubirgðir í landinu, það sé skynsamlegt, og það sé nauðsynlegt vegna þess að það getur skapast ástand sem veldur því, að það er brýn nauðsyn að hafa nokkurn forða af olíuvörum til ráðstöfunar. Það skilja áreiðanlega skipstjórar, eins og hv. seinasti ræðumaður, manna best, að ekki dugar að búa þannig í þessum málum að fiskiskipaflotinn verði olíulaus einn góðan veðurdag. Það dugar ekki.

Varðandi verðlagið er það náttúrlega misskilningur hjá hv. þm. að ég hafi nokkuð með verðlag á olíuvörum að gera. Ég hef ekkert með það að gera. Það er allt annað sem ræður því. Það er náttúrlega fyrst og fremst markaðurinn sem ræður verðinu. Íslensk lög koma þarna við sögu, eins og t.d. að líklega renna allt að 55% hækkunar á bensínverði í ríkissjóð, 32% til vegamála og líklega um 22% beint í ríkissjóð og rúmlega 1% í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Lögin í landinu koma að sjálfsögðu inn í þessa mynd.

Það er nú liðin tíð að ég ráði ferðinni í skattamálum. Það gerir viðskrh. ekki. Það er liðin tíð að ég hafi forustu í þeim efnum. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar og verð það áfram, að það þarf að leggja á talsvert af sköttum í landinu ef menn ætla sér að halda við velferðarþjóðfélagi. Það er nauðsynlegt. Hve langt á að ganga í þeim efnum? Um það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir.