09.03.1982
Sameinað þing: 61. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2900 í B-deild Alþingistíðinda. (2455)

382. mál, norrænt samstarf á sviði menningarmála

Tryggvi Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vil taka sérstaklega undir síðustu orð hv. 3. þm. Reykv. En það er eitt sem kom mér í ræðustól hér.

Fyrir nokkuð löngu var birt niðurstaða sálfræðings. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að sjómenn og bílstjórar, minnir mig, væru heimskustu menn þjóðfélagsins. Þetta var víðfrægur sálfræðingur — ég vona að hann sé ekki dáinn enn þá — en það er samt langt síðan. Ég skil ekki svör viðskrh. Það er sennilega af því að ég er í þessari stétt. Ég skil þetta ekki. Ég hef ekki fengið svör við spurningu minni: Af hverju lækkar verðið aldrei hér þegar það lækkar úti í heimi?