09.03.1982
Sameinað þing: 61. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2903 í B-deild Alþingistíðinda. (2460)

382. mál, norrænt samstarf á sviði menningarmála

Fyrirspyrjandi (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Ég vil í fyrsta lagi taka undir orð hv. 4. þm. Norðurl. e. um að það sé þörf á því að fækka olíufélögunum. En í sambandi við fullyrðingu hæstv. ráðh. um að hækkunin á olíuvörum væri minni en hækkun framfærsluvísitölu, þá efa ég að það sé rétt. Ég ætla aðeins að nefna þær tölur sem ég hef um hækkun á þessum vörum frá 1. jan. 1981 til 1. mars s.l. Samkv. þeim hefur bensínið hækkað um 58.85% eða úr 5.95 í 9.45 kr. og gasolía úr 2.35 í 3.65 kr. eða um 55.32%. Eftir þeim kenningum, sem við höldum fram stjórnarsinnar, var dýrtíðin rétt rúm 40% á síðasta ári, eins og sagt er, og fer varla mikið yfir 12 það sem af er þessu ári, þannig að þessar tölur falla ekki alveg heim og saman við hækkun framfærsluvísitölu.