02.11.1981
Sameinað þing: 11. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í B-deild Alþingistíðinda. (250)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman til fundar og tekið fyrir kjörbréf Jóns Þorgilssonar, sem er 2. varamaður á L-lista á Suðurlandi. Fyrir liggur símskeyti frá Siggeiri Björnssyni, 1. varamanni L-listans um það, að hann komist ekki til þings vegna anna.

Kjörbréfanefnd hefur rannsakað þau gögn, sem henni hafa borist, og mælir með því, að kjörbréfið verði samþykki og kosningin talin gild.