10.03.1982
Neðri deild: 50. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2969 í B-deild Alþingistíðinda. (2539)

233. mál, söluskattur

Flm. (Hannes Baldvinsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka þær jákvæðu undirtektir sem þetta mál hefur fengið við umr. hér í deildinni.

Vegna ótta hv. þm. Páls Péturssonar um að Ragnar Arnalds muni hugsanlega segja af sér ef hann samþykki þessa till., þá skal ég ekki leggja á það neinn dóm. Ég vil hins vegar vekja athygli á því og endurtaka að ég hreyfði þessu máli fyrst árið 1978. Ég hef rætt þetta mál við 1. mann á lista Alþb. í Norðurlandskjördæmi vestra, ekki sem ráðh., heldur sem flokksbróður, og ég hef þá trú á honum að fyrst að hann sá réttlætið í málflutningi þessum 1978 og hindraði ekki að ég tæki sæti hans hér á Alþingi eftir að hann er orðinn fjmrh., þá hafi réttlætiskennd hans ekki breyst og ótti Páls eða kannske vonir Páls um afsögn Ragnars séu ástæðulausar.