16.03.1982
Sameinað þing: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3068 í B-deild Alþingistíðinda. (2599)

348. mál, lántökur ríkissjóðs og ríkisstofnana

Fyrirspyrjandi (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Á þskj. 132 lagði ég fram fsp. til fjmrh. Hún var að vísu gerð fyrir áramót og þess vegna eru dagsetningar miðaðar við það.

Til fjmrh. um lántökur ríkissjóðs og ríkisstofnana 1. jan. til 30. nóv. 1981:

„I. Hverjar eru lántökur ríkissjóðs, ríkisstofnana, fjárfestingarlánasjóða ríkisins svo og lántökur annarra með ábyrgð ríkissjóðs eða fjárfestingarlánasjóða ríkisins?

Sundurliðist á eftirfarandi hátt:

1. Erlendar lántökur: a) Ríkissjóðs. b) Ríkisstofnana og fjárfestingarlánasjóða ríkisins. c) Annarra, sem fengið hafa ríkisábyrgð, og þá hverjir? d) Annarra án ríkisábyrgðar.

2. Innlendar lántökur ríkissjóðs: a) Seld spariskírteini ríkissjóðs. b) Seld happdrættisskuldabréf. ríkissjóðs. c) Verðbréf keypt af bönkum og sparisjóðum. d) Verðbréf keypt af lífeyrissjóðum. e) Annað.

3. Innlendar lántökur ríkisstofnana og fjárfestingarlánasjóða ríkisins: a) Verðbréf keypt af bönkum og sparisjóðum. b) Verðbréf keypt af lífeyrissjóðum. c) Annað.

II. Að hve miklu leyti hefur því lánsfé, sem aflað hefur verið, verið ráðstafað og hvernig?

Samanburður sé í öllum tilvikum gerður við lánsfjáráætlun 1981.“