16.03.1982
Sameinað þing: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3077 í B-deild Alþingistíðinda. (2613)

324. mál, opinber stefna í áfengismálum

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Út af þeim orðum, sem hv. 7. landsk. þm. beindi til mín áðan meðal annarra, vil ég taka þetta fram: Að sjálfsögðu má ræða um verðbólguna frá ótal sjónarmiðum og beita þar ýmsum reikningsaðferðum. Hitt er staðreynd, að ríkisstj. einsetti sér að koma verðbólgunni niður í allt að 40% frá upphafi s.l. árs til ársloka, frá 1. jan. til 31. des. 1981. Þessi tala varð 41.1%. Svo geta menn haldið áfram að rífast um þetta eins og þeim sýnist.