02.11.1981
Efri deild: 8. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í B-deild Alþingistíðinda. (263)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Helgi Seljan):

Út af orðum hv. 4. landsk. þm. vil ég taka það fram, að það er aðeins þetta eina mál sem lá fyrir að ekki væri hægt að ræða á síðustu fundum, enda var það tekið s. l. miðvikudag út af dagskránni að ósk minni. Þetta mál er aftur komið á dagskrá nú af þeirri einföldu ástæðu, að mér hafði verið tjáð að hæstv. menntmrh. tæki sæti á Alþingi í dag, en svo varð ekki. Vona ég að það sé rétt, sem ég hef nú heyrt, að hann muni taka sæti hér á morgun og þetta frv. verði fyrsta mál á dagskrá n. k. miðvikudag.