16.03.1982
Sameinað þing: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3109 í B-deild Alþingistíðinda. (2651)

Umræður utan dagskrár

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins nefna það, að ég tel nú, eftir síðustu ræðu hæstv. forsrh., að fsp. minni hafi verið svarað. Hæstv. forsrh. hefur nú við umr. loksins gefið þá yfirlýsingu sem eftir var leitað. Hann hefur lýst því yfir, að hann beri fyllsta traust til utanrrh. síns og þá um leið til aðgerða þessa ráðh. í þeim málum sem um er deilt í hæstv. ríkisstj. Úrskurður forsrh. hefur því fallið. Hann hefur gefið efnislegt svar við þeirri fsp. sem ég lagði fram, og ég þakka honum það, þó svo að svarið hefði mátt koma fyrr. En svarið er afdráttarlaust.