17.03.1982
Efri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3120 í B-deild Alþingistíðinda. (2674)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég óskaði eftir að það færi fram atkvgr. sérstaklega um 2. mgr. í 2. brtt. okkar hv. 4. landsk. þm. á þskj. 373. Sú till. er efnislega sama till. og er í frv. sjálfu, 3. mgr., nema hún er ítarlegri og tilteknar stofnanir þar sem ekki eru í frv., svo sem Íslenska óperan og Íslenski dansflokkurinn. Svo einfalt er þetta. Spurningin er um þetta.

Um 2. mgr. 3. gr. frv. er það að segja, að mál, sem varðar hana, er í 2. brtt. okkar á þskj. 373, 4. mgr. Þar segir: „Semja má um hlutdeild sveitarfélaga í beinum staðbundnum kostnaði við tónleikahald hljómsveitarinnar utan Reykjavíkur.“ Þetta vildum við flm. að kæmi í staðinn fyrir 2. mgr. 3. gr. í frv. Mér sýnist að þetta sé ljóst og að hægt sé að greiða atkv. um 2. mgr. í brtt. okkar eins og farið hefur verið fram á.