17.03.1982
Efri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3122 í B-deild Alþingistíðinda. (2678)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Í frv. er sett ákveðin viðmiðunartala, að stefnt skuli að því að eigin tekjur séu eigi minna en 12%. Í brtt. er þessi viðmiðunartala felld niður og ekkert mark sett um það, að hverju eigi að stefna í þessum efnum. Ég held að það sé mjög rangt. miðað við allan aðdraganda málsins og þann fjárhagsgrundvöll sem með frv. í heild er settur fyrir starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar, að fara að fella þetta viðmiðunarmark niður. Ég segi því nei.