17.03.1982
Efri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3129 í B-deild Alþingistíðinda. (2683)

90. mál, Hæstiréttur Íslands

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er verið að ræða ákaflega þýðingarmikið mál hvað varðar skipan Hæstaréttar. Hv. síðasti ræðumaður, hv. 11. þm. Reykv., taldi að það væri ýmsu ósvarað hjá hæstv. dómsmrh. Hér liggja svo fyrir brtt. frá hv. 11. þm. Reykv., sem mér þykir nauðsynlegt og eðlilegt að hæstv. dómsmrh. tjái sig um áður en frekari umr. eru um þetta mál. Ég óska því eftir að dómsmrh. verði fenginn til fundar eða umr. frestað ef hann getur ekki mætt. Ég vil sæmd hæstv. dómsmrh. sem mesta í þessu máli og vil þess vegna að hann gegni þessari skyldu sinni.

Ég vil taka það fram, að mér er allsendis ókunnugt um viðbrögð ráðh. við eða skoðanir á brtt. hv. þm. Ólafs Ragnars Grímssonar því að hann hefur ekki enn þá rætt það mál í sínum þingflokki.