19.03.1982
Efri deild: 57. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3146 í B-deild Alþingistíðinda. (2732)

209. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er til umr., er komið frá Nd. þar sem gerð var á því breyting eftir að það hafði verið afgreitt úr þessari hv. deild. Sú breyting, sem Nd. samþykkti, er í þá veru, að á eftir 3. gr. komi ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Við hinar almennu sveitarstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara 22. maí 1982, skal leggja kjörskrá fram einum mánuði fyrir kjördag og skal hún liggja frammi í tvær vikur.“

Þessi brtt. er flutt að tilmælum Hagstofunnar svo að allt megi með réttu og vel fram fara í sambandi við þessar kosningar. Allshn. þessarar deildar hefur fjallað um till. og mælir fyrir sitt leyti með því, að hún verði samþykkt.