22.03.1982
Efri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3149 í B-deild Alþingistíðinda. (2734)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Helgi Seljan):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 22. mars 1982. Þar sem ég vegna veikinda get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varaþm. Alþb. í Norðurlandskjördæmi eystra, Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari, Akureyri, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.

Stefán Jónsson,

4. þm. Norðurl. e.“

Soffía Guðmundsdóttir hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili. Þarf því ekki að rannsaka kjörbréf hennar. Býð ég hana velkomna til starfa.