02.11.1981
Neðri deild: 8. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 364 í B-deild Alþingistíðinda. (278)

14. mál, jarðalög

Flm (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Þetta er ekkert atriði í mínum huga. Ég spurði hæstv. forseta að því í lok framsöguræðu minnar, hvort það væri ekki eðlilegast að þetta mál færi til allshn. Ef hæstv. forseti hefði gert einhverjar aths. við það hefði ég að sjálfsögðu breytt tillögu minni. Ég skal fúslega fallast á að umrætt frv. verði vistað í landbn., en eina nefndin, sem ég get ekki hugsað mér að fallast á að málið verði vistað í, er skipulagsnefnd Sjálfstfl.