23.03.1982
Sameinað þing: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3179 í B-deild Alþingistíðinda. (2784)

234. mál, bókasafn Landsbankans og Seðlabankans

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Það er auðvitað eðlilegt að hv. þm. Guðrún Helgadóttir skuli bera fram spurningar hér um þetta bókasafn, vegna þess að augljóst er að það er finna, í það er meira lagt og í það hafa farið meiri fjármunir heldur en algengt er um slíkar stofnanir. Ég vil þó leiða hjá mér að mörg orð mætti hafa um flottheit og pjatt á vegum Seðlabankans. Eitt er þó alveg ljóst og verður að vera það sem kemur út úr þessari umr., að þetta safn verður að vera öllum opið sem það vilja nota. Það gengur ekki og er ekki rétt, hvernig sem á er litið, að safn eins og þetta skuli aðeins vera opið fyrir einhverja fáa útvalda. Burt séð frá öllu öðru, burt séð frá fjáraustri, burt séð frá því, hvað mönnum finnst vera pjatt og flottheit, sem menn eflaust geta haft mismunandi skoðanir á. þá gengur það ekki að safn af þessu tagi sé ekki opið nema fyrir einhverja fáa útvalda. Þetta safn verður að vera öllum opið sem það vilja nota. Ég treysti því, að hæstv. ráðh. vilji taka undir þau sjónarmið og vinna að því að svo verði gert.