23.03.1982
Sameinað þing: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3191 í B-deild Alþingistíðinda. (2803)

Umræður utan dagskrár

Ingólfur Guðnason:

Herra forseti. Ég kveð mér hér hljóðs um þingsköp. 25. nóv. á s.l. ári bar ég fram fsp. til fjmrh. á þskj. 119. Þessari fsp. hef ég ekki fengið svarað enn þá, þrátt fyrir það að hún er búin að vera á dagskrá Sþ. sem 2. mál í nokkur skipti. Þess vegna vonast ég til, herra forseti, að mér leyfist að spyrja hverjar reglur gildi um skyldur ráðh, að svara spurningum alþm. sem bornar eru fram á þinglegan hátt.