24.03.1982
Neðri deild: 57. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3214 í B-deild Alþingistíðinda. (2838)

144. mál, almannatryggingar

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Í framhaldi af aths. hv. þm. Halldórs Blöndals vil ég aðeins segja að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þó að margur fjmrh. hafi staðið frammi fyrir þeirri staðreynd, að hann kynni einhvern tíma að hætta störfum, þá hefur samt engum dottið í hug, eins og hv. þm. Halldóri Blöndal greinilega datt í hug, að það væri ráð að ganga frá fjárlögum langt fram í tímann til vonar og vara. Ég segi já.