24.03.1982
Neðri deild: 57. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3253 í B-deild Alþingistíðinda. (2855)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Út af því, sem hæstv. fjmrh. sagði áðan varðandi niðurskurð eða lækkun ríkisútgjalda í tíð ríkisstj. Geirs Hallgrímssonar, vil ég vekja athygli hans á því, að þegar það var gert var haft samráð um það við fjvn., og þær hugmyndir, sem fram komu, voru lagðar fyrir fjvn. til endanlegrar afgreiðslu. Það er einmitt í samræmi við það sem við flytjum þá till. sem ég gerði grein fyrir áðan, þ.e. að sú lækkun útgjalda, sem lögð er til í brtt. minni hl., 120 millj., verði ekki gerð öðruvísi en að fjvn. komi þar til og fjalli um og samþykki þær till.