25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3254 í B-deild Alþingistíðinda. (2863)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Þegar atkvgr. er vefengd hefur það æðioft komið fyrir að atkvgr. hefur verið endurtekin. Ég hef ekki athugasemd við það að gera að forseti endurtaki atkvgr., enda voru hans orð, þegar hann kom og lýsti talningu, að samkv. talningu sinna skrifara hefði atkvgr. farið á þann veg sem hann lýsti. En að draga til baka till. sem þegar er hafin atkvgr. um, — ég man ekki eftir því fordæmi hér þann tíma sem ég hef verið hér. En vel má vera að það geti gerst. Ég vil þess vegna biðja forseta að ganga úr skugga um það, áður en hann lætur þann úrskurð út ganga, að aðaltillagan og síðan brtt. séu dregnar til baka.