25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3256 í B-deild Alþingistíðinda. (2875)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar, að forseti hafi í einu og öllu farið að réttum þingsköpum, og mér finnst undarlegt að það skuli vera dregið í efa. Hitt er svo annað mál, að ég get vel fallist á að þessi atkvgr. fari nú fram, enda hefur verið orðið við því að leiðrétta þá atkvgr. sem var hér fyrst. Það lá fyrir að orðið hefðu ákveðin mistök, sem alla tíð getur gerst. En til þess að ekki þurfi að verða meira mál út af þessu atviki, sem mér finnst menn gera heldur mikið úr, skal ég fallast á það fyrir mitt leyti að atkvgr. fari nú fram.