25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3258 í B-deild Alþingistíðinda. (2887)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Mér þykir mjög eðlilegt að nafnakall sé í slíku stórmáli sem þessu og vil gera grein fyrir atkv. mínu. Ástæðan fyrir þessari brtt. er einfaldlega sú, að í frv., eins og það kom frá Ed., stóð 16. jan. og eins og allir þm. vita er 16. jan. þegar liðinn og ekki verður um það að ræða að gera þá lagaskyldu til lífeyrissjóðanna að skila sínum reikningum fyrir þann tíma á þessu ári. Til að hafa aðeins meiri sveigju í þessu máli var flutt sú brtt., að í stað 16. jan. kæmi: við upphaf hvers árs. Það geta verið nokkrir dagar, en ekki 1. jan., eins og hæstv. fjmrh. sagði. Ég vil taka það fram, til að forðast misskilning, að það er í byrjun ársins sem ætlast er til að lífeyrissjóðirnir skili þessu. Ég segi já.