25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3260 í B-deild Alþingistíðinda. (2893)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Þessi lagagr. er efnislega alveg eins og hún var þegar ég samþykkti hana nokkrum sinnum meðan ég studdi ríkisstjórn hv. þm. Geirs Hallgrímssonar meðan hann var forsrh., en þá var gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir verðtryggðu 40% af fé sínu. Ekki minna en 20% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóða á samningssviði Alþýðusambands Íslands var varið til kaupa á skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. Með tilvísun til afstöðu minnar á þeim árum, en þá sagði ég já, segi ég já einnig nú.