25.03.1982
Neðri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3261 í B-deild Alþingistíðinda. (2901)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vona að mér fyrirgefist þó að ég komi hér upp til að gera aths. við aths. hv. þm. Árna Gunnarssonar, þar sem hann hélt fram staðhæfingum sem ekki eiga sér nema stoð í raunveruleikanum. Hann sagði að við Sunnlendingar horfðum fram á að við fengjum ekki nefnda steinullarverksmiðju. Það er rangt. Alþingi á eftir að skera úr í því máli. (HBI: Þú beygir þig eins og vant er.)

Herra forseti. Þá kem ég að mínum aths. Það er mikill hraði í verksmiðjumálum nú á dögum, — svo mikill að það á að endurgreiða aðflutningsgjöld af einhverju fyrirtæki sem enginn veit hvar verður, hvernig verður, hversu dýrt né heldur hvað það á að framleiða. En þrátt fyrir þessa lítilfjörlegu galla á till. hefur það verið siður að fella niður aðflutningsgjöld með meira og næstum öll gjöld af hinni ýmsu stóriðju í landinu. Það á eftir að verða einhvern tíma í framtíðinni, áreiðanlega mjög fljótt, hæstv. iðnrh., stórið ja í ylrækt, og ég sé ekki neina ástæðu til að sú stóriðja, hin innlenda ylræktarstóriðja, fái ekki líka þessa afslætti, og þrátt fyrir allt dúsutal segi ég já.