29.03.1982
Efri deild: 61. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3303 í B-deild Alþingistíðinda. (2929)

90. mál, Hæstiréttur Íslands

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Því hefur verið haldið fram, að þetta ákvæði til bráðabirgða kunni að vera í andstöðu við stjórnarskrá lýðveldisins. Enginn þeirra aðila, sem allshn. ráðgaðist við og ræddi við, treysti sér til að fullyrða neitt í þá veru. Ég held að þetta ákvæði til bráðabirgða sé nauðsynlegt til að greiða fyrir fljótari gangi mála hjá Hæstarétti og auki þar með réttaröryggi þegnanna í þessu landi, og þess vegna segi ég já.