30.03.1982
Sameinað þing: 70. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3329 í B-deild Alþingistíðinda. (2946)

367. mál, flugstöð á Keflavíkurflugvelli

Fyrirspyrjandi (Karl Steinar Guðnason):

Herra forseti. Ég þakka þau svör sem hér hafa verið tilgreind, þó að lítið sé á þeim að græða. Ég vona samt að sú nefnd, sem vinnur að þessu máli, fari að skila áliti og tekin verði ákvörðun um að byrja á þessari byggingu. Það má ekki líða langur tími þar til það verður gert. Mönnum má vera ljóst hversu mikil nauðsyn það er að af þessum framkvæmdum verði, því óþolandi er bæði fyrir starfsfólk og alla aðstöðu á Keflavíkurflugvelli að búa við þann þrönga kost sem núverandi flugstöðvarbygging býður upp á. Því vil ég vona að af þessu verði.