31.03.1982
Sameinað þing: 72. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3474 í B-deild Alþingistíðinda. (3011)

243. mál, steinullarverksmiðja í Þorlákshöfn

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Hér hafa farið fram líflegar umræður um þetta mál sem vonlegt er. Ég æla ekki að lengja þær.

Það var beint til mín einni fsp. af hv. 6. þm. Suðurl. þar sem hann vék að ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 61/1981, um steinullarverksmiðju, og innti eftir hvort tekið yrði tillit til þeirra ákvæða. Ég hlýt að svara því játandi og vísa til þeirrar tillögu sem ég flutti í ríkisstj. og hef reyndar þegar lesið, þar sem segir í upphafi: „Með tilvísun til laga nr. 61/1981 samþykkir ríkisstj. fyrir sitt leyti að steinullarverksmiðja rísi á Sauðárkróki á vegum Steinullarfélagsins hf. í samræmi við meginhugmyndir sem félagið hefur lagt fram um stærð og markað.“

Þarna hlýtur að sjálfsögðu jafnframt að reyna á bráðabirgðaákvæði laganna varðandi fjármögnun og viðskiptasambönd.