01.04.1982
Efri deild: 62. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3484 í B-deild Alþingistíðinda. (3036)

132. mál, framkvæmd eignarnáms

Frsm. meiri hl. (Jón Helgason):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 116. apríl 1973, um framkvæmd eignarnáms. Nefndin sendi málið til umsagnar og í tveimur þeirra umsagna, sem nefndinni bárust, var lagst gegn samþykki frv.

Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða, sem hefur verið mjög til umræðu á undanförnum árum, en erfitt að finna einfalda lausn á. Með tilliti til þessara umsagna sem bárust m.a. leggur meiri hl. n. til að frv. verði vísað til ríkisstj. til þess að þetta mál verði kannað betur.

Undir nál. skrifa Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón Helgason, Stefán Guðmundsson, Salome Þorkelsdóttir og Egill Jónsson. Minni hl. n. skilaði séráliti.