01.04.1982
Efri deild: 62. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3487 í B-deild Alþingistíðinda. (3042)

212. mál, landgræðsla

Frsm. (Egill Jónsson):

Herra forseti. Landbn. Ed. hefur orðið sammála um að mæla með frv. til l. um breyt. á lögum um landgræðslu. Þetta frv. felur í sér tvennar breytingar: Annars vegar að gróðurverndarnefndir starfi bæði í kauptúnum og sveitum og líka, sem reyndar er aðalbreytingin, að undir vissum kringumstæðum sé heimilt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hlífa afréttum og reyndar heimahaglendi líka án þess að ítala komi þar til. Þessi löggjöf kemur í framhaldi af nefndarstarfi, sem allir þingflokkarnir áttu aðild að, um endurskoðun á þjóðargjöfinni eða landgræðsluáætlun og er í samræmi við það samkomulag sem þar var gert á milli stjórnmálaflokkanna.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.