01.04.1982
Neðri deild: 60. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3504 í B-deild Alþingistíðinda. (3052)

55. mál, lánsfjárlög 1982

Frsm. minni hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vil taka það fram, að það mál, sem hér er um fjallað, fékk mjög ítarlega umr. í nefnd. Það var reynt að verða við öllum þeim óskum sem þar komu fram um upplýsingar. Í gær var þess farið á leit við mig að ég beitti mér fyrir því, að fundur yrði haldinn í morgun um þetta mál. Ég gat það ekki vegna annarra funda hér í þinginu, og ég er þeirrar skoðunar, að það þurfi að vera mjög óvenjulegar aðstæður, þegar nefnd hefur afgreitt frá sér mál og það hlotið fullnaðarafgreiðslu frá henni til að það sé tekið til meðferðar í nefndinni aftur. Ég tel eðlilegt, ef einhverjar spurningar vakna hjá einstökum þm. vegna orða ráðh. hér í umr. eða annars sem kemur fram í umr., að þeim spurningum sé svarað í umr. sjálfri en að málinu sé ekki vísað aftur til nefndar af þeim sökum. Mér finnst það ekkert óvenjulegt, og ég man sjaldan eftir að málum hafi verið vísað til nefndar aftur nema þá að fram hafi komið sérstakar. brtt.