15.04.1982
Sameinað þing: 76. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3752 í B-deild Alþingistíðinda. (3250)

252. mál, fjáraukalög 1978

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1978. Ríkisreikningurinn fyrir árið 1978 hefur verið lagður fram. Yfirskoðunarmenn ríkisreikninganna hafa afhent fjmrn. tillögur sínar til fjárveitinga í fjáraukalögum fyrir árið 1978. Þeir leggja til að aukafjárveitingar séu veittar fyrir öllum umframgjöldum sem ríkisreikningurinn 1978 sýnir, að undanskildum alþingiskostnaði.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta mál, en legg til að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til hv. fjvn.