15.04.1982
Sameinað þing: 76. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3809 í B-deild Alþingistíðinda. (3284)

36. mál, rannsókn á minnkandi laxagengd í ár á Austurlandi

Flm. (Guðmundur Gíslason):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að leggja fram þáltill. um rannsókn á orsökum minnkandi laxagengdar í ár á Austurlandi. Till. hljóðar svo, með leyfi forseta.:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta rannsaka orsakir minnkandi laxagengdar í ár á Austurlandi eftir 1978. Leitað verði samstarfs við Færeyinga og aðrar þjóðir um rannsókn þessa.“

Þar sem ekki vannst tími til þess á upphafsdögum þessa þings að mæla fyrir till. kemur hún nú til umr. Frá þeim tíma er ég lagði málið fram hafa aðstæður breyst. Fyrir frumkvæði hæstv. utanrrh. hefur í vetur verið haldin alþjóðaráðstefna um þessi mál og samningur gerður á alþjóðavettvangi. Af þessum sökum tel ég ekki ástæðu til frekari umr. um þetta mál nú og leyfi mér því að draga till. til baka. Engu að síður vil ég nota þetta tækifæri til að leggja áherslu á eflingu veiðirannsókna á Austurlandi og hvetja rétta aðila til að vinda bráðan buguð áformuðum rekstri útibús Veiðimálastofnunar á Austurlandi. Laxveiðar Íslendinga eru og verða ákaflega þýðingarmikill þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar.