16.04.1982
Neðri deild: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3878 í B-deild Alþingistíðinda. (3334)

107. mál, almannatryggingar

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir að hafa svarað fsp. minni og fyrir það fyrirheit hans að hafa strax um helgína samband við þá menn sem hafa með stjórn og rekstur sjúkrahússins á Akureyri að gera. En ég vil endurtaka það sem ég sagði áðan, að það liggja fyrir skuldbindingar af hálfu ráðherranna, ekki aðeins núv. ríkisstj., heldur ríkisstj. á undan þessari, um ákveðna uppbyggingu sjúkrahússins á Akureyri, og það kjarnahús sem nú hefur verið reist byggist einmitt á þeirri hugsun. Það er nauðsynlegt að framhald verði á framkvæmdum norður þar til þess að sjúkrahúsið verði eðlileg rekstrareining og til þess að unnt verði að nýta þann mannafla og tækjakost sem þar er. Og það hlýtur að vera ekki síst skylda hæstv. heilbrmrh. og markmið Alþingis að reyna að nýta það fjármagn, sem fest hefur verið í tækjum og búnaði á hverjum stað, sem best og stuðla að því, að rekstrargjöld sjúkrahúsanna verði sem minnst á hvern sjúkling.