16.04.1982
Neðri deild: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3883 í B-deild Alþingistíðinda. (3347)

166. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm, (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 100 frá árinu 1952, um íslenskan ríkisborgararétt. Samkvæmt þessu frv. eru ráðgerðar þær breytingar á lögum nr. 100/1952 helstar:

1. Að eftir gildistöku frv. kemst á jafnstaða með körlum og konum í því efni, að börn giftra foreldra leiða ríkisfang sitt jafnt frá móður sem föður. Segja má að þetta atriði hafi verið helsta kveikjan að gerð lagafrv.

2. Gildistökuákvæði í frv. um afturvirkni framangreindrar reglu í afmarkaðan tíma leiðir til þess, að börn íslenskrar móður. sem eru fædd á síðustu 18 árum fyrir gildistöku laganna, fái íslenskt ríkisfang ef hún gefur skriflega yfirlýsingu um þá ósk innan tiltekins tíma. Auk þess að gefa framangreindri reglu afturvirkni er þetta ákvæði til þess fallið í sumum tilfellum að börn íslenskrar móður, sem ekki eiga ríkisfang með henni, en e.t.v. fjarlægt ríkisfang föður sms, geti með eðlilegum hætti notið ríkisfangsins í heimalandi sínu.

3. Tekin er upp regla eftir fyrirmynd danskra laga um heimild ættleiðenda til að lýsa ættleitt erlent barn undir sjö ára aldri íslenskan ríkisborgara.

4. Tekin er upp í frv. sú lagaregla sem önnur Norðurlönd tóku upp árið 1968 samkv. tilmælum í alþjóðasamningi um að draga úr ríkisfangsleysi með tilteknum löggjafarráðstöfunum.

5. Loks er tekin inn í frv. sú lagaregla, sem ekki var tekin upp hér á landi árið 1952, en gilt hefur milli Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar allt frá árinu 1950, að dvöl í einhverju hinna ríkjanna jafngildi með ákveðnum hætti dvöl í heimalandi við öflun ríkisfangs.

Nefndin hefur haft samráð við hagstofustjóra, Klemens Tryggvason, um afgreiðslu þessa máls, og er nefndin sammála um að mæla með samþykkt frv. með orðalagsbreytingu á 4. gr. sem flutt er brtt. um á þskj. 626.