16.04.1982
Neðri deild: 64. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3884 í B-deild Alþingistíðinda. (3349)

126. mál, lögheimili

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um það frv., sem hér er til umræðu, og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess án breytinga. Sú efnislega breyting, sem þetta frv. leggur til, er að sérhönnuð heimili og íbúðir aldraðra og öryrkja, byggðar í tengslum við þjónustumiðstöð aldraðra eða heilsugæslustöð, falli undir sömu reglur og gilt hafa um dvalarheimili aldraðra. Nefndin varð sammála um að þessi breyting væri eðlileg og þarf ég ekki að fjölyrða um það frekar.