19.04.1982
Neðri deild: 65. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3941 í B-deild Alþingistíðinda. (3425)

168. mál, dýralæknar

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Í 18. gr. laga um dýralækna er svo sagt, að það skuli veita dýralækni-og ég undirstrika — hagkvæmt lán til kaupa á bifreið fyrir starf sitt o.s.frv. Ég hygg að það sé alls ekki ljóst hvað orðin, „hagkvæmt lán“ þýða í þessum efnum. Er það niðurgreitt lán eða með hvaða hætti á þessi lánastarfsemi að fara fram? Ég tel að með öllu sé óeðlilegt að slík klausa sé í lögum og segi nei.